Kolbeinn Einarsson

Tuesday, November 05, 2002

Nú er ég kominn af stað og engin mun stoppa mig af.
Og byrja með að segja söguna hvernig það borgar sig að vera heiðarlegur.
Ég var nefnilega að vinna í útlenskum rækjubát síðustu tvo dagana með fleiri góðum köllum, og í þessum bát var fullt að japanskri suðurækju (sem er eiginlega kólimbía finest rækjunnar) en það fer óvart upp einn kassi sem átti ekkert að fara upp og það stóð á honum valgard H. Þá hugsaði ég gott til glóðarinnar og ætla að gefa mömmu í soðið og tek kassan til hliðar og hendi úlpunni ofaná hann (mjög laumulega) og held bara áfram að vinna einsog ekkert hafi í skorist!
En svo klára ég verk mitt en eitt vandamál, skipsstjórinn stendur á kæjanum og í þeirri mun sem ég ætla stinga af þá man ég skyndilega að mér hefði nýlega verið færður geislabaugur að gjöf.
Og læt samviskuna og heiðarleikann ráða og labba með kassan uppað skipstjóranum sem er norskur og bendi á kassan hans valgarðs, nota mína norsku kunnáttu og segi uu. Og hann kemst að því að ég sé ekkert svo sleipur í norskunni, notar enskuna í staðinn og segir hann að þetta sé besta rækjan sem finnst í hafinu og spyr hvar ég hafi fundið kassan en þá ákvað ég að hætta í norskunni og fór í hitt málið og sagði
"over there". Þá sagði hann "you can keep it, it´s ok" og ég fer heim með kassan.
Sagan sannar það að heiðarleiki borgar sig. Ef ég hefði ekki spurt hefði skipsstórinn og hans gengi örugglega móðgaðir og ég með áhyggjur.
En í staðinn leið honum vel því hann var að gera góðverk og mér leið vel því ég braut engin lög, eini vandinn er hann Valgard H. hann veit örugglega ekki ennþá að kassinn hans sé horfinn úr lestinni. Þannig að Valgard H. ef þú lest þetta fyrirgefðu mér.