Kolbeinn Einarsson

Tuesday, November 05, 2002

Auglysi eftir nyjum vinum!
Ég var í frönsku í dag(þriðjudagur) að læra einsog venjulega þegar Brynjar Viborg ákveður að vera góður og hleypa okkur snemma út, voða gaman.
Öll þessi góðmennska ólgar enn í mér og í staðin fyrir að fara beint heim þá fer ég upp í tölvustofu þar sem Óskar og Jón sitja kennslu, (ég veit það því ég sýni áhuga á því sem vinir mínir gera) og ætla að bjóðast til að labba með þeim heim, því þeir gætu haft gaman að því að hafa mig með sér, einsog málshátturinn góði segir „maður er manns gaman”.
En þeir eru svo látnir skipta um stofu og segist ætla að bíða eftir þeim og þeir segjast ætla að koma og sækja mig, flott mál.

En svo hringir bjallan og ég bíð engin mætir ég hugsa að þeir séu kannske að spjalla við einhvern kunningja svo ég bíð bara lengur því ég vissi það að félagar mínir mundu aldrei gleyma mér, en engin kemur svo ég fer að leita.
geng út úr tölvustofunni og sé þar Sunnu sitjandi, spyr hana og hún segist halda að þeir séu farnir og ég hugsa nei þeir mundu aldrei gera það.
Fer niður og hringi í Óskar, ekkert svar, hringi í Nonna, hann svarar og segist vera kominn niður í bæ og ekki haft tíma til að koma og sækja mig því hann eigi von á símtali kl.15:00, að óskar hafi farið að þjálfa (þú hefðir getað sagt mér það Skari) en sagan er ekki öll.

Ég sagði þá við Nonna að ég ætti inni hjá honum og sagðist bara ætla labba heim. En þá sagði nonni, „ég læt þig ekki labba einann heim ég fer og tala þetta símtal og sæki þig síðan og ef bíllinn er heima þá sæki ég þig á honum, þú getur leikið þér í nyja roberto baggio leiknum á meðan”, flott mál hugsaði ég.
Og ég beið og ég beið, ég beið og ég beið, orðið mjög íllt í rassinum og löngu kominn með leið á þessum ömurlega leik og klukkan er allt í einu orðin fjögur og engin nonni mættur, ég búinn að missa af bankanum og gat þá ekki keypt mér nammi, kók og myndbandsspólu einsog ég ætlaði mér. Ég fór og hringdi í hann, hann sat bara í rólegheitunum heima hjá sér, búinn að steingleyma mér og segist ekki nenna út og þá fylltist Nonna mælirinn alveg.

Svo reyndi ég hann Óskar, fer yfir í íþróttahúsið á torfnesi og ætla að fá hann til að labba með mér, ég hélt að kannske væri enn hægt að treysta á hann. En nei hann bara farinn heim. Þú hefðir átt að sjá að það væri 1 HRINGING EKKI SVARAÐ í símanum hjá þér Óskar og hafa samband við mig.
Þá neyðist ég til að labba einn heim sem væri ekki svo slæmt nema að þegar ég stíg út birjar að hellirigna og ég þarf að snúa sæta rúskinnsjakkanum mínum við til að hlífa honum frá regninu lýtandi út einsog bjálfi og svo í öllum asanum gleymdi ég bókunum mínum í skólanum og gat ekki lært heima í frönsku og nátturufræði.

Ef þú hefur áhuga á að vera vinur minn þá getur þú alveg komið og talað við mig ég er opinn fyrir öllum og það er pláss fyrir tvo!