Kolbeinn Einarsson

Wednesday, November 06, 2002

Ég vil þakka vefstjóra Ívari Pétursyni fyrir allt hans framlag á þessar fínu síðu, teljarann, getabókina ég hefði aldrei getað þetta án þín. takk

Góðann daginn börn ég átti ekkert svo spennandi gærkveldi í gær en ég get alveg gert það spennandi fyrir ykkur góða fólk.
Ég gerði meðal annars mjög athyglisverða tilraun. Það byrjaði á því að ég þurfti að gefa henni tátu litlu pillur svo hún verði ekki sköllótt. En pillurnar eru því miður ekkert bragðbættar og hún táta étur ekkert rusl maður gat sett það upp í hana en henni langað ekkert að kynga henni.
Þá ákvað ég að gera þessa tilraun, fór í ískápinn, fann þar Pétur Pan hnetusmjör (crunchy), setti það á pillurnar og gaf tátu þær.
Hún var þefaði aðeins af þeim og át þær svo með ágætri list en maður sá alveg að henni fannst þetta engin veislumatur.
En þá kom mamma með breskan viðbjóð sem ber nafnið Marmite (voða vinsælt í bretlandi víst, en þetta er bara hreinn og beinn viðbjóður) og sagði táta er óð í þetta og sagði mér að prófa það, en ég hafði ekki mikla trú á því, dýfði pillunum ofaní það og gaf tátu. Já og það var hnetusmjörið mitt sem vann hún sleikti viðbjóðinn af og skyldi pilluna eftir á gólfinu svo ég setti bara hnetusmjör á hana líka og það virkaði aftur.

Svo sagði mamma mér að hann Hjalti bróðir hefði gefið henni þær alveg vandræðalaust daginn áður, hvernig fór hann að því?
Svo kom Hjalti Einarsson upp og ég spurði „hvernig gafstu tátu pillið í gær stakkstu þeim bara upp í hana og lést’ana kyngja?”.
„Nei nei” sagði hann, hann teygð sig bara í Voga ídýfu með kryddblöndu sem lá á borðinu og gaf tát og hún var víst alveg óð í meira, svo Hjalti var með bestu aðferðina allan tímann.

Niðurstaða: Ef hundurinn þinn vill ekki pillurnar sínar er gott að dýfa þeim ofaní Voga ídýfu með kryddblöndu ef það sé ekki til getur þú reynt Pétur Pan hnetusmjör (crunchy), en ekki nota breskan viðbjóð, það væri bara tímasóun.