Kolbeinn Einarsson

Sunday, February 23, 2003

úff aftur.
Ég er alveg að verða brjálaður á þessari grimmu veröld. Það er svo erfitt að vera hvítur kalmaður á íslandi í dag, með aðeins þrjú hljómflutningstæki á heimilinu, og fá aðeins nýan farsíma á tveggja ára fresti og þurfa svo að labba heila 156 metra í skólann tila að fá æðri menntun.
Svo er það helvítis tilvistarkreppan, afverju er ég hér og hví ég.
æi ég á svo bágt.

Boðskapurinn á bakvið þetta er þótt þú býrð í krakkhúsi í watts hverfinu og gætir átt von á því að vera skotinn í höfuðið þegar þú ert að borða pylsu.
Eða ef þú býrð í Eþjópíu, hefur ekkert borðað í tvo daga og ef þú kæmist í Íslenskt klósettvatn þá væri þjóðhátíð hjá þér.
Þá eigum við samt öll bágt.

Eigum bágt saman!