Kolbeinn Einarsson

Sunday, February 09, 2003

Við vildum engin læti, bara góð sæti þar sem við gætum sýnt af okkur kæti.

Nú fæ ég að tala um hina frægu árshátíð sem var hin allra besta í nær alla staði fyrir utan smá misskilning sem kom upp.
Málið er að Sunna sagði öllum að mæta með góða skapið á árshátíð menntaskólans á Ísafirði. Mörg okkar viljum alltaf gera það besta fyrir hana Sunnu okkar og tókum okkar góða skap með en fannst það ekki nóg svo við keyptum okkur smá auka gott skap í flöskuformi í Áfsláttar TilfinningarVerslun Ríkisins.
Sem við komumst síðan seinna að að það væri ekki svo vel liðið hjá okkar ástkæra skólastjóra Ólínu og allt endaði illa og leiðinlega þegar hún hamraði einni af þessar flösku með miklum látum í borð saklausra nemanda.
En einsog ég sagði þá vildum engin læti, bara góð sæti þar sem við gætum sýnt af okkur kæti.