Kolbeinn Einarsson

Monday, February 10, 2003

Málinu lokið.
Einsog mörg ykkar vita þá var það romm flaskan mín sem þaut í borðið á árhátíðinn og með þeim afleiðingum að enginn þorði að draga andann fyrr en stjórinn hefði lokið sinni fjandsamlegu ræðu.

Síðan í dag var mér fleygt uppá skrifborðið hjá Ólínu, var flengdur með skiptilykli oftar en einu sinni og það eina sem ég þorði að segja var já amen ójá óamen.
Ég þakkaði samt guði fyrir að hún væri flutt inní fjörð því ég var búinn að skrifa flöskuskeyti handa henni úr þessari sömu romm flösku sem hún hélt að væri í góðri vörslu þjónustufólks SKG.
En nú býr hún sem betur fer inní firði og þeir sem voru að keyra bílana voru edrú og þeir sem voru edrú fannst þetta ekki svo góð hugmynd svo flöskuskeytið góða komst aldrei til skila, þökk sé guði. Því þá hefði þetta verið miklu stærra sem hefði þotið í rassinn á mér t.d. skiptinemi haldandi á skiptilykli.

vitið þér enn, eða hvað.