Kolbeinn Einarsson

Friday, April 04, 2003

líf mitt er búið að vera svakkalega æsifengið síðustu vikuna en mér langar ekkert að skrifa um það.
Heldur ætla ég að segja ykkur frá köllunum tveim sem búa í hausnum mínum, sem koma alltaf í heimsókn þegar ég er með flensu og nei þetta er ekki hann Golbeinn. Heldur eru þetta góðir kallar sem fara ekkert lengra en bara í í hausinn minn í stað þess að brjótast út og skaða annað fólk.
Málið er að þessir gaurar eru fisléttir og eru aðeins útlínurnar og hafa bara mjúk horn. Einn þeiira er eiginlega bara bein lína og hinn hálf hnöttóttur.
Svo eru þeir líka alltaf að rífast en kunna samt ekkert að tala og hafa engar hraðar hreifingar heldur eru bara svo hálf háðir vindinum.
Svo endar það oftast að þessi sem líkist beinni línu svífur(en þeir mundu kalla það að þjóta að honum) alltaf að hinum í bræði og lendir mjúklega á honum(en þeir mundu kalla það harkalega) með þeim afleiðingum að sá hnöttótti þeirra fellur saman og línan bögglast saman og fær fullt af hvössum hornum.
Og við þetta þá eyðilegst líf þeirra, þeir falla í grát og ég verð dapur því það eerr ekkert sem ég get gert til að hjálpa þeim.

Ef þið kannist við þetta þá væri ég glaður að fá fréttir af því. Sumir segja nefnilega að þetta sé á mjög svörtu svæði.