Kolbeinn Einarsson

Thursday, November 21, 2002

Góðan dag og ekki drekka þvag
Á mánudaginn var þá var ég í góðu skapi á leið heim úr menntaskólanum þegar ég að skórnir mínir eru horfnir og að sjálfsögðu það fyrsta sem ég hugsa er PÉTUR GEORG FJANDANS MARKAN. Það fyrsta sem ég geri er að leita í íþróttatöskum og fleiri Péturslegum stöðum en ekkert finn svo ég hringi bara í strákinn og spyr hann hvort hann hafi séð skóna mína einhverstaðar, hann neitar öllu og ég neyðist til að stela inniskónum hans Jóa sem ég mjög heppilega smellpassaði í og sníkja mér far heim frá tveimur þokkadísum.
En svo var það ekki fyrren 33 tímum seinna sem ég frétti það af Snáknum nokkrum Mássyni að Pétur hafi verið svo snjall að setja skóna mína ofaní einhverja íþróttatösku á ganginum.
Pétur þér datt ekki í hug að þegar fólk kemur með skólatösku í skólann þá er það vannt að taka hana aftur með sér heim þegar dagurinn er búinn, þú er flón herra Georg ekkert að marka hann.
Og ég er ekki enn búinn að fá að sjá skóna mína aftur en er búinn að þrengja leitina niður í fyrsta bekk og hvet þann sem leið eins og flóni þegar hann opnaði töskuna sína að læðast með þá aftur í skólann og lemja Pétur með þeim og hend þeim svo í andyrið og gleyma og grafa þetta leiðindarmál!

En fyrir utan það er allt í fína táta hætt að rotna og ég var að rústa jóa óskari og dóra í fifa 2003 á áðan: kolbeinn-óskar 4-0, kolbeinn-dóri 8-0 og svo kolbeinn-jói 11-0.
Og á morgun fáið þið að að lesa um hvað ég brallaði í fyrralífi. Flott mál.