Kolbeinn Einarsson

Friday, December 06, 2002

Skamm skammdegi skamm.
Sólinn er farinn og maður er byrjaður að finna fyrir fjandans skammdegisþunglyndinu sem er væga sagt frá djöflinum komið.
Maður er drulluþreyttur allan daginn og ef maður sest niður þá sofnar maður eða maður sefur bara yfir sig til fjögur og missir af bankanum.
Svo er maður drullulatur og nennir ekki að hugsa um afleiðingar gjörða sinna.
Eins og í gær ætlaði ég að horfa á kassann með kóki og glasi fyrir kókið, en það er svo mikið rusl á borðinu að ég kem því og í staðinn fyrir að taka til á borðinu þá datt mér það snjallræði í hug að snúa bara borðinu við því það var engin sóðaskapur hinumegin. Svo þarf maður að þrífa upp tvöfaldan sóðaskap seinna, nema maður eigi góða mömmu.
En síðan þegar líða fer á nóttina þá er maður frískur einsog kall sem er geðveikt frískur. Og maður fær fullt af hugmyndum sem maður heldur að séu geðveikt snjallar en kemst síðan að öðru seinna.
Eins og á áðan þá keypti mamma frekar vondan svona forhitaðann frekar en eldaðan kjúkling úr s*****p. Þegar nóttin var kominn ákvað ég að reyna að bjarga honum aðeins, ég ríf hann í sundur, sallta hann smá, set nokkra sítrónudropa fyrir smá sítrónukeim.
Ég tek svo fram brauðristin og ætla að skella honum í en þá kemur eðlisávísunin og segir við mig Kolbeinn minn ertu viss um að þetta sé góð hugmynd? Og ég segi til baka "já" ég geri allt fyrir góða máltíð, setti kjúllann í og ýtti niður.
Og svo meðan ég beið þá ákveð ég að kafa á eftir óskabeininu en þegar ég finn það (voða kátur fyrst) þá fatta ég allt í einu að ég hef engan til að bróta það með, en einsog ég segi alltaf "engan að segja engan" og ég skora bara á Tátu að battla mig í óskabeinaslag og sting einum endanum beininu upp í hana og tosa í hinn endan og vitið þið ekki menn hún vinnur mig í óskabeinaslag en þá fatta ég það slæma við þetta hún reynir auðvitað að borða beinið en það má hún ekki en hún borðar það samt og allt lítur vel út en svo heyrist khsjuöö, éhgkh, krjhötth og fleiri góð hlóð í Tátu og ég fer að hugsa um hvort þetta hafi nokkuð verið svo góð hugmynd en þá notar Táta greinilega óskina sína, allt lagast og ristavélin klárar verk sitt.
En það var hægar sagt en gert að náu honum úr ristinn en það gekk en svo var kjúkklingurinn ekkert svo bragðgóður hann var enn viðbjóðslegur bara þurr og viðbjóðslegur en aldrei að henda kjötbita, allaveganna ekki ef þú hefur cokteilsósu þér við hönd!
Svo var ég að framleiða aðra góða sögu meðann ég skrifaði allt þetta en ég ætla fyrst að þrífa hana upp og hreinsa brauðristavélina og segi ég ykkur hina söguna kannske seinna.

Takk Sölvi fyrir góðar kveðjur ég vill bara segja að ég var næstum alveg hættur að blogga en svo las ég bloggið þitt og ég ég komst að því að við gerum heiminn betri stað. Láttu orðinn óspart flæða.