Kolbeinn Einarsson

Monday, December 23, 2002

Skötuveislur og slátrun katta.
Ég vaknaði í morgun voða kátur einsog alltaf og fór niður í þvottahús að leita að sokkum og sé að það er opið inní nýmálað herbergið hans H. Einarssonar og ég fann einhverja strauma streyma frá nýmálaða herbergini sem kölluðu mig til sín. Ég gekk innum dyrnar á nýmálaða herberginu hans Hjalta og sá flótlega að ljón hafi greinilega verið að traðka á nýmáluðu gluggakistunni hans Hjalta en samt ekki á jólarúmfötunum fennar Villu, ekki flott mál.

Klukkutíma seinna:
Hjalti er í kaffi og hringir í mig til að tala um fjármál. Ég segi honum frá ljónasporunu í herberginu hans, Hjalta finnst það ekki flott mál.

Hálftíma eftir það:
Ég sat í skötuveislu hjá Halldóri Hermansyni afa mínun þegar Hjalti kemur æðandi inní veisluna einn svakalegasta brjálæðisglampa í augunum sem ég hef á ævi minn séð.
Ef maður horfði vel í augnsteinana á honum gat maður séð þar bál og ef maður horfði enn betur í augun á honum sá maður alblóðuga fallna engla kviðrista og henda lifandi köttum á bálið því hann þurfti að mála gluggakistuna alveg uppá nýtt.
Þótt að hún Vilborg hafi fengið mállingu í úlpuna sína við rannsókn málsins var hún samt ekkert reið því kötturinn lét jólarúmfötin alveg í friði annars hefði hún fengið verri glampa en Hjalti, hún er nefnilega með rúmfataóhreinindafóbíu og þetta voru heilegust allra rúmfata, já og svo var þetta víst ekkert ljón heldur bara köttur (hvað átti ég að halda fótsporinn eru alveg eins).
Aftur að Hjalta, hann hefur þurft að þola aðkast frá köttum frá fyrsta degi sem hann steig fæti inní þetta herbergi en þetta var það sem fyllti mælirinn og hann var ekkert að spara ljótu orðin í sambandi við þetta mál þótt að sjálfur presturinn sæti þarna með litlu saklausu stelpurnar sínar. Inná milli blótsyrðanna þá sagðist hann ætla í vinnuna sína (sem er í raftækjaversluninni Straumur) og útbúa kattarafmagnsgildru eða eins og krakkar í rafmagnsfræði 103 mundu segja kattaragmagnsgildru sem mundi steikja alla þá ketti sem mundu reyna að komast þangað inn.
Mamma blandaði sér inní málið og spurði hvort að það væri ekki léttara að setja net í gluggan og Hjalti sagði að hann væri ekkert að hugsa um að stoppa þá heldur bara að steikja þá drepa þá og brosa svo, munið að presturinn og dætur hans voru enn þarna.
Þannig ef Kattakálarinn 5000 verður að veruleika þá kemur önnur góð saga hingað yfir jólin.