Kolbeinn Einarsson

Wednesday, February 21, 2007

The Kópasker herald

Bolludagurinn hófst með hefðbundnum hætti hér á Kópaskeri í morgun. Börn úr grunnskólanum hittust fyrir framan skólann klukkan 4:45 í morgun með bolluvendina sína.
Síðan voru húsin í þorpinu þrædd og grunlausir flengdir í rúmum sínum. Í nokkrum húsum var þó búið að leggja gildrur og gera smá grín fyrir börnin. Þau þurftu að leita að húsráðendum þar sem þeir voru ekki allir í sínum rúmum.
Þegar allir voru svo fundnir fengu þau bollur og appelsínusafa eða aðrar veitingar í húsunum.

þessu missti ég af. en þetta ætla ég að gera eftir ár sama hvar í heiminum ég verð staddur.
allt fyrir málstaðinn.
það stendur ekkert hvað aldurstakmarkið er.
hér með stofna ég S.A.B.B. ( samtök alvöru bolludagsbrjálæðis)
4 stafa skammstöfun er best því þá getur maður fengið sér tattú með stöfunum á hnefaputtana.
allavega HASTA LA VICTORIA SIEMPRE.