Kolbeinn Einarsson

Friday, November 08, 2002

Ég verð að játa!!!
það er svolítið sem ég verð að segja ykkur um síðuna mína, nánar sagt teljaran minn.
Ég er með sama teljarann og íris og Ívar þegar einhver fer inn á mína síðu uppfærist hjá okkur báðum og öfugt.
Ójá ég er ekkert eins vinsæll og ég leit út fyrir að vera, þetta var ekki planað neitt þetta var bara slys.
Ég er búinn að ræða þetta við vefsíðu stjórann minn Ívar og við komumst að þeirri niðurstöðu að við getum ekki lifað í lygi.
Ívar var með fáeina svindlmiða faldna í blá Sharp vasareikninum sínum þegar hann fór í stærðfræðipróf í dag. Ívar nú verða engar fleiri lygar, svindl eða leyndarmál, þú munt þakka mér seinna.

Nú þegar ég er búinn að losa mig við þetta byrði get ég loksins slappað af, horft á fawlty towers og farið að sofa. Og nei Haukur þetta eru ekki ykkar þættir ég keypti þessa spólu sjálfur í lundúnum.

e.s. Takk fyrir að velja mig hönk dagsins Gylfi
þetta var fallega gert og ég vona að ég geti
launað þér þetta einn daginn!

Hlustið ekki á þessa merði!
Allt sem fyrrum vinir mínir Óskar og Nonni segja er lygi þeir svíkja, ljúga, stela og jafnvel stríða til að ná völdum.
Þeir reyna að lítilækka mig á minni eiginn gestabók, ég þurfti að hagræða skriftum þeirra svo síðunni yrði ekki lokað vegna óheflaðs málfars.
Þurfti að þola það að þurfa bíða óralengi eftir þjónustu í sjoppunni, það var ekki fyrren Hrabba kom að ég fékk þjónustu.
Jón hefur verið að bregða sér í dulagervi erlendra skiptinema og reynt að gabba mig til að færa sér vinastöðuna en sá alveg að þetta varst þú nonni spænskan var alltof gróf og þýskan alltof lin.
Ég er sko ekkert lamb að leika sér við ég verð alltaf skrefi á undan ykkur.
Svo reyna þeir að múta mér með rauðum lakkrís og bílförum í frönskum eðalvögnum en ég læt ekki vini mína gossa Ívar og Jói eru komnir toppsætinn með aðeins örfáum öðrum úvöldum gæðablóðum(nema helgi hann er ekki gæðablóð en hann fær samt að vera þarna).

Wednesday, November 06, 2002

Tilkynning, tilkynning Vinir fundnir!
Ég hef ákveðið að hækka Jóhannes Geir Guðnason og Ívar Péturson upp um í gömlu plássin þeirra Nonna og Óskars.
Gömlu plássin þeirra Jóa og Ívars er núna laus ef þið hafið enn áhuga!

Ég vil þakka vefstjóra Ívari Pétursyni fyrir allt hans framlag á þessar fínu síðu, teljarann, getabókina ég hefði aldrei getað þetta án þín. takk

Góðann daginn börn ég átti ekkert svo spennandi gærkveldi í gær en ég get alveg gert það spennandi fyrir ykkur góða fólk.
Ég gerði meðal annars mjög athyglisverða tilraun. Það byrjaði á því að ég þurfti að gefa henni tátu litlu pillur svo hún verði ekki sköllótt. En pillurnar eru því miður ekkert bragðbættar og hún táta étur ekkert rusl maður gat sett það upp í hana en henni langað ekkert að kynga henni.
Þá ákvað ég að gera þessa tilraun, fór í ískápinn, fann þar Pétur Pan hnetusmjör (crunchy), setti það á pillurnar og gaf tátu þær.
Hún var þefaði aðeins af þeim og át þær svo með ágætri list en maður sá alveg að henni fannst þetta engin veislumatur.
En þá kom mamma með breskan viðbjóð sem ber nafnið Marmite (voða vinsælt í bretlandi víst, en þetta er bara hreinn og beinn viðbjóður) og sagði táta er óð í þetta og sagði mér að prófa það, en ég hafði ekki mikla trú á því, dýfði pillunum ofaní það og gaf tátu. Já og það var hnetusmjörið mitt sem vann hún sleikti viðbjóðinn af og skyldi pilluna eftir á gólfinu svo ég setti bara hnetusmjör á hana líka og það virkaði aftur.

Svo sagði mamma mér að hann Hjalti bróðir hefði gefið henni þær alveg vandræðalaust daginn áður, hvernig fór hann að því?
Svo kom Hjalti Einarsson upp og ég spurði „hvernig gafstu tátu pillið í gær stakkstu þeim bara upp í hana og lést’ana kyngja?”.
„Nei nei” sagði hann, hann teygð sig bara í Voga ídýfu með kryddblöndu sem lá á borðinu og gaf tát og hún var víst alveg óð í meira, svo Hjalti var með bestu aðferðina allan tímann.

Niðurstaða: Ef hundurinn þinn vill ekki pillurnar sínar er gott að dýfa þeim ofaní Voga ídýfu með kryddblöndu ef það sé ekki til getur þú reynt Pétur Pan hnetusmjör (crunchy), en ekki nota breskan viðbjóð, það væri bara tímasóun.

Tuesday, November 05, 2002

Ívar:
Kvöldið!!ég heiti´Ívar og Kolbeinn ba ð mig um að gera hitt og þetta fyrir sig á síðunni. Er hún ekki orðin flott marr!!!

Auglysi eftir nyjum vinum!
Ég var í frönsku í dag(þriðjudagur) að læra einsog venjulega þegar Brynjar Viborg ákveður að vera góður og hleypa okkur snemma út, voða gaman.
Öll þessi góðmennska ólgar enn í mér og í staðin fyrir að fara beint heim þá fer ég upp í tölvustofu þar sem Óskar og Jón sitja kennslu, (ég veit það því ég sýni áhuga á því sem vinir mínir gera) og ætla að bjóðast til að labba með þeim heim, því þeir gætu haft gaman að því að hafa mig með sér, einsog málshátturinn góði segir „maður er manns gaman”.
En þeir eru svo látnir skipta um stofu og segist ætla að bíða eftir þeim og þeir segjast ætla að koma og sækja mig, flott mál.

En svo hringir bjallan og ég bíð engin mætir ég hugsa að þeir séu kannske að spjalla við einhvern kunningja svo ég bíð bara lengur því ég vissi það að félagar mínir mundu aldrei gleyma mér, en engin kemur svo ég fer að leita.
geng út úr tölvustofunni og sé þar Sunnu sitjandi, spyr hana og hún segist halda að þeir séu farnir og ég hugsa nei þeir mundu aldrei gera það.
Fer niður og hringi í Óskar, ekkert svar, hringi í Nonna, hann svarar og segist vera kominn niður í bæ og ekki haft tíma til að koma og sækja mig því hann eigi von á símtali kl.15:00, að óskar hafi farið að þjálfa (þú hefðir getað sagt mér það Skari) en sagan er ekki öll.

Ég sagði þá við Nonna að ég ætti inni hjá honum og sagðist bara ætla labba heim. En þá sagði nonni, „ég læt þig ekki labba einann heim ég fer og tala þetta símtal og sæki þig síðan og ef bíllinn er heima þá sæki ég þig á honum, þú getur leikið þér í nyja roberto baggio leiknum á meðan”, flott mál hugsaði ég.
Og ég beið og ég beið, ég beið og ég beið, orðið mjög íllt í rassinum og löngu kominn með leið á þessum ömurlega leik og klukkan er allt í einu orðin fjögur og engin nonni mættur, ég búinn að missa af bankanum og gat þá ekki keypt mér nammi, kók og myndbandsspólu einsog ég ætlaði mér. Ég fór og hringdi í hann, hann sat bara í rólegheitunum heima hjá sér, búinn að steingleyma mér og segist ekki nenna út og þá fylltist Nonna mælirinn alveg.

Svo reyndi ég hann Óskar, fer yfir í íþróttahúsið á torfnesi og ætla að fá hann til að labba með mér, ég hélt að kannske væri enn hægt að treysta á hann. En nei hann bara farinn heim. Þú hefðir átt að sjá að það væri 1 HRINGING EKKI SVARAÐ í símanum hjá þér Óskar og hafa samband við mig.
Þá neyðist ég til að labba einn heim sem væri ekki svo slæmt nema að þegar ég stíg út birjar að hellirigna og ég þarf að snúa sæta rúskinnsjakkanum mínum við til að hlífa honum frá regninu lýtandi út einsog bjálfi og svo í öllum asanum gleymdi ég bókunum mínum í skólanum og gat ekki lært heima í frönsku og nátturufræði.

Ef þú hefur áhuga á að vera vinur minn þá getur þú alveg komið og talað við mig ég er opinn fyrir öllum og það er pláss fyrir tvo!

Nú er ég kominn af stað og engin mun stoppa mig af.
Og byrja með að segja söguna hvernig það borgar sig að vera heiðarlegur.
Ég var nefnilega að vinna í útlenskum rækjubát síðustu tvo dagana með fleiri góðum köllum, og í þessum bát var fullt að japanskri suðurækju (sem er eiginlega kólimbía finest rækjunnar) en það fer óvart upp einn kassi sem átti ekkert að fara upp og það stóð á honum valgard H. Þá hugsaði ég gott til glóðarinnar og ætla að gefa mömmu í soðið og tek kassan til hliðar og hendi úlpunni ofaná hann (mjög laumulega) og held bara áfram að vinna einsog ekkert hafi í skorist!
En svo klára ég verk mitt en eitt vandamál, skipsstjórinn stendur á kæjanum og í þeirri mun sem ég ætla stinga af þá man ég skyndilega að mér hefði nýlega verið færður geislabaugur að gjöf.
Og læt samviskuna og heiðarleikann ráða og labba með kassan uppað skipstjóranum sem er norskur og bendi á kassan hans valgarðs, nota mína norsku kunnáttu og segi uu. Og hann kemst að því að ég sé ekkert svo sleipur í norskunni, notar enskuna í staðinn og segir hann að þetta sé besta rækjan sem finnst í hafinu og spyr hvar ég hafi fundið kassan en þá ákvað ég að hætta í norskunni og fór í hitt málið og sagði
"over there". Þá sagði hann "you can keep it, it´s ok" og ég fer heim með kassan.
Sagan sannar það að heiðarleiki borgar sig. Ef ég hefði ekki spurt hefði skipsstórinn og hans gengi örugglega móðgaðir og ég með áhyggjur.
En í staðinn leið honum vel því hann var að gera góðverk og mér leið vel því ég braut engin lög, eini vandinn er hann Valgard H. hann veit örugglega ekki ennþá að kassinn hans sé horfinn úr lestinni. Þannig að Valgard H. ef þú lest þetta fyrirgefðu mér.